Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. júní 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
UEFA: Það er búið að stöðva leikinn
Mynd: EPA
UEFA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að það er búið að stöðva leikinn á milli Danmerkur og Finnlands. Það er búið að aflýsa leiknum.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks.

Leikmenn Danmerkur hópuðust í kringum Eriksen svo myndavélar á vellinum næðu ekki nærmynd af aðstæðum. Sjúkrastarfsmenn á vellinum virtust vera að framkvæma hjartahnoð og gáfu þeir Eriksen stuð.

Eriksen var færður af vellinum en útlitið er ekki gott. Það er ekki mikið vitað á þessari stundu en þetta lítur mjög alvarlega út. Stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar voru með tárin í augunum og mikið sjokk greinilega.

Fótbolti.net mun flytja frekari fréttir af þessu máli þegar þær berast.



Athugasemdir
banner
banner
banner