Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mið 12. júní 2024 10:03
Elvar Geir Magnússon
Aukin bjartsýni á að fá Davies
Alphonso Davies.
Alphonso Davies.
Mynd: EPA
Diario AS segir að aukin bjartsýni ríki hjá Real Madrid um að geta fengið Alphonso Davies, vinstri bakvörð Bayern München, í sumar.

Samningur kanadíska landsliðsmannsins rennur út eftir tímabilið og hann er í viðræðum um nýjan. Ef samkomulag mun ekki nást þá verður hann seldur.

Samningur Real Madrid við Davies er þegar klár og viðræður Davies við Bayern ganga illa.

Bayern ku hafa gert honum lokatilboð og ef hann hafnar því muni félagið opna fyrir viðræður við Evrópumeistarana spænsku.

Ef Real Madrid mun landa Davies þá er talið að félagið verði opið fyrir því að selja Ferland Mendy.

Carlo Ancelotti hefur sagt að varnarlega sé Mendy besti vinstri bakvörður heims en á deginum sínum er Davies hinsvegar talinn einn besti sóknarbakvörður heims.

Ef Davies kemur til Real Madrid mun spænska liðið hafa hraðasta vinstri væng fótboltaheimsins, með Kylian Mbappe fyrir framan hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner