Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   sun 12. júlí 2020 15:43
Unnar Jóhannsson
Brynjar: Mistök hjá mér að gera ekki fleiri breytingar
Leiknismenn virkuðu þreyttir í Mosfellsbænum í dag
Lengjudeildin
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. var ekki sáttur eftir 4-0 tap sinna manna í Mosfellsbænum í dag.

„Sanngjarnt tap, þeir voru bara miklu betri en við."

Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og litu vel út í 10-15 minútur en eftir það datt botninn úr þeirra leik.
„Mér fannst við búnir á því, spiluðum erfiðan leik við Þrótt fyrir þremur dögum, mistök hjá mér að rótera liðinu ekki meira, við höfðum ekki orku í það sem við ætluðum að gera."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Brynjar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik.
„Ég tók út tvo menn sem mér fannst ekki nógu ferskir, hefði kannski átt að taka fleiri menn útaf, menn virkuðu bara þungir og voru ekki að sinna þeim verkefnum sem þeir áttu að sinna."

Fyrirliði liðsins, Arkadiusz Jan Grzelak þurfti að fara útaf vegna meiðsla seint í leiknum
„Hann fékk skurð á augabrúnina, það verður bara plástrað og hann verður vonandi klár í næsta leik, en ég veit ekki hvað læknirinn segir við þessu."

Brynjar var búinn með skiptingarnar sínar þegar fyrirliðinn fór útaf og voru Leiknismenn því manni færri í lokin.
„Maður planar ekki að svona komi fyrir en við sýndum karakter og bitum aðeins frá okkur manni færri og fengum færi til að skora mark. Það sýnir mér að ég þarf að rótera meira. Það voru góðir menn sem voru ekki að byrja sem eiga kannski skilið fleiri minútur."

Hvernig leggst framhaldið í Brynjar og hans menn ?
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik hefði ég verið jákvæður, en þetta er bara eitt skref afturábak og svo bara áfram gakk."

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner