Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 12. júlí 2020 15:43
Unnar Jóhannsson
Brynjar: Mistök hjá mér að gera ekki fleiri breytingar
Leiknismenn virkuðu þreyttir í Mosfellsbænum í dag
Lengjudeildin
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Brynjar var ekki sáttur í Mosó í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. var ekki sáttur eftir 4-0 tap sinna manna í Mosfellsbænum í dag.

„Sanngjarnt tap, þeir voru bara miklu betri en við."

Leiknismenn byrjuðu leikinn ágætlega og litu vel út í 10-15 minútur en eftir það datt botninn úr þeirra leik.
„Mér fannst við búnir á því, spiluðum erfiðan leik við Þrótt fyrir þremur dögum, mistök hjá mér að rótera liðinu ekki meira, við höfðum ekki orku í það sem við ætluðum að gera."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Brynjar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik.
„Ég tók út tvo menn sem mér fannst ekki nógu ferskir, hefði kannski átt að taka fleiri menn útaf, menn virkuðu bara þungir og voru ekki að sinna þeim verkefnum sem þeir áttu að sinna."

Fyrirliði liðsins, Arkadiusz Jan Grzelak þurfti að fara útaf vegna meiðsla seint í leiknum
„Hann fékk skurð á augabrúnina, það verður bara plástrað og hann verður vonandi klár í næsta leik, en ég veit ekki hvað læknirinn segir við þessu."

Brynjar var búinn með skiptingarnar sínar þegar fyrirliðinn fór útaf og voru Leiknismenn því manni færri í lokin.
„Maður planar ekki að svona komi fyrir en við sýndum karakter og bitum aðeins frá okkur manni færri og fengum færi til að skora mark. Það sýnir mér að ég þarf að rótera meira. Það voru góðir menn sem voru ekki að byrja sem eiga kannski skilið fleiri minútur."

Hvernig leggst framhaldið í Brynjar og hans menn ?
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik hefði ég verið jákvæður, en þetta er bara eitt skref afturábak og svo bara áfram gakk."

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner