Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. júlí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Enn eitt metið hjá Messi
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi setti nýtt met í 1-0 sigri Barcelona á Real Valladolid í spænsku deildinni í gær en hann lagði upp sigurmark Arturo Vidal.

Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur bætt flest öll metin sem tengjast markaskorun í deildinni en hann setti annað áhugavert met í leiknum í gær.

Hann lagði upp 20. mark sitt í deildinni á þessu tímabili en hann hefur einnig skorað 22 mörk í deildinni. Enginn leikmaður hefur náð þessum áfanga og hefur hann því sett nýtt met.

Þá bætti hann stoðsendingamet Xavi frá 2009 en hann lagði upp 19 mörk í deildinni það tímabilið.

Messi hefur aldrei lagt upp jafn mörg mörk í deildinni og á þessu tímabili en hlutverk hans hjá liðinu hefur breyst með árunum og virðist hann vera að aðlagast því nokkuð auðveldlega.

Barcelona er nú einu stigi á eftir Real Madrid en Madrídingar eiga leik til góða og eru í bílstjórasætinu um spænska titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner