Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   sun 12. júlí 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sevilla í góðum málum
Fjórir leikir fóru fram í deild þeirra bestu, La Liga, í dag. Það styttist í annan endann á deildinni.

Sevilla fór langleiðina með að tryggja sér Meistaradeildarsæti með 2-0 heimasigri á Mallorca. Lucas Ocampos kom Sevilla yfir úr vítaspyrnu. Mallorca hefur núna fengið á sig 16 vítaspyrnur í deildinni á tímabilinu og er það jöfnun á meti yfir flestar vítaspyrnur fengnar á sig.

Youssef En-Nesyri gulltryggði Sevilla sigurinn með marki á 84. mínútu leiksins. Lokatölur 2-0.

Mallorca er í 19. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar liðið á eftir tvo leiki óspilaða. Leganes er einnig þremur stigum frá öruggu sæti en liðið vann góðan 1-0 sigur á Valencia í dag þrátt fyrir að hafa verið einum færri frá 54. mínútu. Valencia, sem er í níunda sæti, klúðraði vítaspyrnu eftir klukkutíma leik.

Eibar er búið að tryggja veru sína í deildinni á næstu leiktíð eftir 2-0 útisigur á vonlausu Espanyol-liði sem fallið er úr deildinni. Athletic Bilbao, er þá í sjöunda sæti - Evrópusæti - eftir sigur gegn Levante.

Espanyol 0 - 2 Eibar
0-1 Edu Exposito ('25 , víti)
0-2 Edu Exposito ('36 )
0-2 Edu Exposito ('36 , Misnotað víti)

Leganes 1 - 0 Valencia
1-0 Ruben Perez ('18 , víti)
1-0 Daniel Parejo ('60 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Jonathan Silva, Leganes ('54)

Levante 1 - 2 Athletic
0-1 Raul Garcia ('4 )
0-2 Raul Garcia ('45 )
1-2 Enis Bardhi ('71 )

Sevilla 2 - 0 Mallorca
1-0 Lucas Ocampos ('41 , víti)
2-0 Youssef En-Nesyri ('84 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner