Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. júlí 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmaður Villa á fyrir höndum lífstíðarbann fyrir rasísk skilaboð - „Ógeðsleg hegðun"
Zaha er leikmaður Crystal Palace.
Zaha er leikmaður Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha varð fyrir kynþáttafordmómum frá stuðningsmanni Aston Villa á Instagram nú um helgina. Zaha, sem leikur nú með Crystal Palace gegn Aston Villa, fékk skilaboð þar sem rasísk ummæli um hann voru látin falla og mynd af Klu Klux Klan haturshópnum fylgdi með ummælunum.

Jamie Redknapp, sparkspekingur á Sky Sports, kallar eftir því að gæsla og regluverk Instagram verði hert til að sporna við því að svona ummæli birtist hjá falsreikningum, fólki sem notar annað nafn en sitt eigið.

„Það er of auðvelt að búa til svona reikninga, allir geta gert slíka reikninga og sumir halda að það sé í lagi að nýta þá í að beita annað fólk ofbeldi með rasískum ummælum eða öðru."

„Þetta er ógeðsleg hegðun og má ekki gerast. Ef ég er Wilfried Zaha mun ég reyna nýta þetta sem hvatningu því hann hefur því miður eflaust fengið að heyra svona hluti allt sitt líf. Hann hefði aldrei átt að þurfa að vakna við svona skilaboð,"
sagði Redknapp.

Matt Murray tjáði sig einnig um málið: „Það verður að birta hverjir gera svona hluti svo þetta stoppi."

Yfirlýsingu Crystal Palace og svar Aston Villa má sjá hér að neðan. Villa segir félagið vinni með lögreglu að rannsókn málsins og að þegar niðurstaða fæst hver sendi skilaboðin verði sá hinn sami dæmdur í lífstíðarbann.


Athugasemdir
banner
banner