Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 12. júlí 2023 21:53
Anton Freyr Jónsson
Origo völlurinn
Arnar Grétars: Bullandi séns að gera eitthvað skemmtilegt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Fyrst og fremst ánægður með þrjú stígin. Ég átti von á mjög erfiðum leik, ég er búin að sjá flesta leiki með Fylki. Sá leikinn á móti Víking og sá leikinn á móti Breiðablik. Þeir eru búnir að vera flottir, voru þéttir, vinnusamir, duglegir og eru með hættulega fram fram á við og þetta var svona leikur að maður vissi ekki nákvæmlega hvernig menn myndu koma út eftir svona langt frí og núna er búið að vera sól og hiti á Höfuðborgarsvæðinu síðustu daga þannig maður veit ekki hvernig menn koma út þannig þá held ég svona þegar maður fer yfir leikinn og á eftir að fara yfir leikinn aftur þá hugsa ég svona að þetta hafi alveg verið sanngjart þessi sigur en þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en samt gríðarlega mikilvæg þrjú stig og það er það sem maður tekur út úr þessu." sagði Arnart Grétarsson þjálfari Vals eftir sigurinn á Fylki í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Fylkir

„Það getur vel verið að einhverjar hafi átt von á því að þetta yrði eitthvað léttur leikur en ég er bara búin að sjá liðið hjá Fylki og hvaað Rúnar (Páll Sigmundsson) er búin að gera þarna og þeir eru bara flottir, gefa öllum alvöru leiki og ég held að þeir eigi ekki eftir að lenda í basli og ég held að þeir verði áfram í deildinni þannig þetta er svolítið leikurinn sem ég átti von á."

„Svo er líka er ekkert að hjálpa, ég er ekki að kvarta undan veðrinu en þegar það er svolítil gola þá þornar völlurinn einn, tveir og bingó og þegar þú ert að spila hratt á milli manna þá hægir það svolítið á og það var ekkert að hjálpa í dag en eins og ég segi við sköpuðum okkur einhver færi og skorum þessi tvö mörk og það er aðalatriðið."

„Við erum náttúrulega bara að hugsa um okkur og það er einn leikur í einu, þetta er klisja en það er bara þannig og við vitum alveg hvað við getum gert þegar við erum í standi og við verðum bara að sjá til þess að við séum í standi í þessum leikjum sem eftir er og þá erum við í bullandi séns að gera eitthvað skemmtilegt en við erum ekki komnir það langt. Víkingar á sex stig á okkur og við eigum alvöru leik á móti Stjörnunni á mánudaginn kemur og þar þurfum við að vera tilbúnir og vonandi getum við sótt þrjú stig þar, það verður ekki auðvelt en ef við gerum það þá erum við komnir þremur stigum nær og það er markmiðið." 

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Arnar var meðal annars spurður út í Gylfa Sigurðsson


Athugasemdir
banner
banner