Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 12. júlí 2024 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Twente og Groningen sýna Loga áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, vinstri bakvörður Strömsgodset, er afar eftirsóttur um þessar mundir enda búinn að vera að gera flotta hluti á sínu fyrsta tímabili í efstu deild norska boltans.

Logi hefur verið að spila sem vængbakvörður í 3-5-2 leikkerfi Strömsgodset, sem er komið með 19 stig eftir 13 umferðir af deildartímabilinu.

Logi hefur komið að 7 mörkum í 18 leikjum í öllum keppnum og eru félög í Hollandi og Belgíu áhugasöm.

Eins og hefur verið greint frá vill Freyr Alexandersson fá Loga til sín í Kortrijk í Belgíu, en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Íslendingaliðin FC Groningen og Twente, sem leika í hollenska boltanum, einnig áhuga.

Brynjólfur Andersen Willumsson er á mála hjá FC Groningen á meðan Alfons Sampsted er hjá Twente.

Logi, sem er uppalinn hjá Víkingi R. og HK, er 23 ára gamall og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner