Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. ágúst 2019 22:41
Arnar Helgi Magnússon
Fær Castillion lengra bann? - Skýrt í reglugerð UEFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geoffrey Castillion fékk viljandi gult spjald þegar Fylkir og Grindavík mættust í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Fylkir sigraði leikinn
2-0 en Castillion kom Fylki yfir með marki úr víti í upphafi leiks.

Fyrir leikinn var Castillion með þrjú gul spjöld sem þýðir að fyrir næsta gula spjald færi hann í eins leiks bann. Það var á 76. mínútu sem að Hollendingurinn fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum í burt eftir að aukaspyrna hafði verið dæmd. Hann tekur því út leikbann í leik sem að hann hefði hvort eða er ekki getað spilað í vegna þess að hann er á láni frá FH.

Elvar Geir Magnússon textalýsti leiknum og hann hafði þetta að segja um atvikið:

„Castillion fær sér viljandi gult spjald. Sparkar boltanum í burtu þegar búið er að flauta."

„Þarna er hann að koma sér í bann á móti FH, fær sitt fjórða gula spjald á tímabilinu. Hann er á láni frá FH og hefði hvort sem er ekki mátt spila þann leik. Planað."


Það var síðan eftir leik sem að Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, viðurkenndi að það hafi verið planað að Castillion myndi fá gult í leiknum.

„Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma," sagði Ólafur eftir leikinn.

Skýrt í reglugerð UEFA
Í reglugerð UEFA kemur það skýrt fram að leikmaður sem að fái viljandi gult spjald eða rautt spjald í keppnisleik verði settur í tveggja leikja keppnisbann.

Þetta kemur fram í C-lið í 15. grein reglugerðarinnar sem að má sjá í heild sinni hér.

Helgi skammaði Castillion eftir leik
Helgi Sigurðsson sagði ekki sömu sögu og Ólafur Ingi eftir leikinn en í samtali við Vísi.is sagðist hann hafa skammað Castillion fyrir spjaldið.

„Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi.

Sergio Ramos fékk lengra bann
Knattspyrnuáhugamenn muna eflaust eftir því þegar Sergio Ramos fékk viljandi gult spjald gegn Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vor.

Hann fékk tveggja leikja bann fyrir að fara á skjön við lögin en Real Madrid komst ekki í 8-liða úrslitin og mun Ramos því vera í banni í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner