Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. ágúst 2019 11:39
Magnús Már Einarsson
Leifur Andri með rosalegt glóðarauga
Svona lítur Leifur út í dag.
Svona lítur Leifur út í dag.
Mynd: Úr einkasafni
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, varð að fara af velli á 79. mínútu í 4-1 sigri liðsins á KR í gær eftir að hafa fengið höfuðhögg.

Leifur fékk högg á augað og er með svakalegt glóðarauga í dag. Hann sér ekkert með öðru auganu.

„Það er ekkert brotið og allt lítur ágætlega út. Ég þarf bara að sjá með sjónina þegar ég næ að opna augað," sagði Leifur við Fótbolta.net í dag.

Næsti leikur HK er gegn Grindavík á sunnudaginn og Leifur vonast til að ná þeim leik.

„Það eru góðar líkur að ég nái næsta leik. Ég rotaðist ekkert eða neitt svoleiðis þannig ef bólgan verður farinn þá er ég klár. Það tekur nokkra daga fyrir bólgurnar að fara þá læt ég skoða augað betur."

HK-ingar hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru í 4. sætinu en þeir voru til umræðu í Innkastinu á Fótbolta.net í gær.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Innkastið - Gufurugluð Pepsi Max-deild
Athugasemdir
banner
banner
banner