Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. ágúst 2019 20:09
Arnar Helgi Magnússon
„Wan-Bissaka besti hægri bakvörður deildarinnar"
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka stóð sig ansi vel í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið valtaði yfir Chelsea í gær.

Wan-Bissaka hefur fengið ansi góða dóma fyrir sína frammistöðu en hann þótti afar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir hann besta hægri bakvörð deildarinnar.

„Ég er búinn að horfa á hann lengi og ég hrífst svo innilega af því sem að hann gerir," segir Parker.

„Fólk vill tala um Trent Alexander-Arnold en hann getur ekki gert sömu hluti og Wan-Bissaka varnarlega. Hann er magnaður að verjast og staðsetningarnar hans eru frábærar,"

„Hann vann allar tæklingar sem að hann fór í á móti Chelsea og maður sá það um leið og hann fór í tæklinguna að hann myndi vinna hana. Hann spilaði eins og hann væri búinn að vera þarna í mörg ár. Hann er besti hægri bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar í dag," sagði Paul Parker.

Athugasemdir
banner
banner
banner