Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 12. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Granada kaupir Gonalons frá Roma (Staðfest)
Spænska félagið Granada hefur fest kaup á franska miðjumanninum Maxime Gonalons frá Roma en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær.

Gonalons, sem er 31 árs gamall miðjumaður, var lánaður frá Roma til Granada fyrir síðasta tímabil en hann spilaði 19 deildarleiki og skoraði eitt mark fyrir liðið í deildinni.

Granada ákvað að nýta sér kaupréttinn á Gonalons en félagið greiðir 4 milljónir evra fyrir hann og skrifaði hann undir samning til ársins 2023 í gær.

Spænska liðið hafnaði í sjöunda sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili og mun spila í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner