Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla á Spáni, segir að liðið verði vel undirbúið er það mætir Manchester United í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
                
                
                                    Sevilla vann Wolves 1-0 í 8-liða úrslitum keppninnar í gær en Lucas Ocampos gerði sigurmarkið á 88. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu.
Nú tekur við erfitt verkefni en liðið mætir Manchester United í undanúrslitum.
„Við erum að fara að spila gegn Manchester United í næsta leik. Þetta er stærsta knattspyrnufélag heims en við munum mæta vel undirbúnir," sagði Lopetegui.
„Við erum einbeittir á næsta leik gegn toppliði. Þetta er lið með ríka sögu og er eitt besta lið í sögu fótboltans og þeir eru í góðu formi."
„Við munum gera okkar besta eins og alltaf. Að spila gegn þeim verður erfitt en við höfum trú á að við getum unnið þá," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        

 
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

