Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 12. ágúst 2022 22:57
Mist Rúnarsdóttir
Anna María: Þær negldu okkur strax í byrjun
Anna María og félagar eru úr leik í bikar
Anna María og félagar eru úr leik í bikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar, eftir 3-1 tap gegn Val á heimavelli. Bikarævintýri Stjörnunnar er því lokið þetta sumarið.

„Það var mjög erfitt að fá tvö mörk á okkur svona snemma. Okkar leikur riðlaðist og þær negldu okkur strax í byrjun. Þetta var bara erfitt,“ sagði vonsvikin Anna María en Stjörnukonur náðu sér aldrei á strik í leiknum.

„Þær eru náttúrulega mjög sterkar í hornum og skoruðu fyrsta markið úr horni en við áttum bara að gera betur í öllum mörkunum. Ég veit ekki hvort það var þreyta eða hvað það var en það klikkaði allavegana eitthvað og það varð erfitt eftir það.“

Stjörnukonur áttu einn sinn besta leik í sumar sl. þriðjudag þegar þær gerðu 2-2 jafntefli gegn Breiðablik í hörkuleik sem tók mikla orku frá leikmönnum. Anna María vildi ekki tala um það sem afsökun en viðurkenndi að það hefði verið einhver þreyta í Stjörnuliðinu.

„Það er engin afsökun. Þær voru auðvitað líka að spila á þriðjudaginn en það var klárlega einhver þreyta. En við áttum að vera miklu betri og vildum sýna það. Það er mjög svekkjandi að hafa ekki gert betur.“

„Nú verðum við bara að einbeita okkur að deildinni og þar ætlum við okkur klárlega að komast ofar í töflunni,“
sagði Anna María að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner