Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. ágúst 2022 15:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór og Jón Þór systkinabörn - „Þá langar alveg til að vinna saman held ég"
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, talaði um það á dögunum að hann hefði áhuga á því að fá fyrrum landsliðsmanninn Arnór Smárason í sitt lið fyrir næsta tímabil.

Arnór verður samningslaus eftir leiktíðina og ætlar ÍA að reyna að sannfæra hann um að koma heim frá Val.

Arnór, sem er 33 ára, er uppalinn á Skaganum en fór ungur að árum til Hollands í atvinnumennsku. Hann hefur aldrei spilað með ÍA í meistaraflokki.

Bróðir Arnórs, Sverrir Mar, var í Innkastinu fyrr í þessari viku þar sem hann var spurður út í þetta.

„Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér, gæti alveg séð það gerast. Við Arnór og Jón Þór erum systkinabörn. Þá langar alveg til að vinna saman held ég, en til þess að það gerist þá held ég að ÍA verði að vera áfram í efstu deild," sagði Sverrir.

Arnór hefur leikið með Val frá því á síðasta ári. Á þessari leiktíð hefur hann gert fimm mörk í 13 leikjum.

ÍA er á botni Bestu deildarinnar og þarf nú líklega að halda sér uppi til þess að eiga möguleika á því að landa Arnóri fyrir næsta tímabil.
Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner
banner
banner