Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. ágúst 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sirigu tekur við af Ospina (Staðfest) - Contini sendur til Samp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Salvatore Sirigu er genginn til liðs við Napoli og búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið.


Hann er fenginn til að fylla í skarðið sem David Ospina skilur eftir sig og mun Sirigu berjast við samlanda sinn Alex Meret um byrjunarliðssæti.

Meret á aðeins eitt ár eftir af sínum samningi og gætu þessir markverðir því báðir yfirgefið Napoli á frjálsri sölu næsta sumar.

Sirigu er 35 ára gamall og hefur komið víða við á ferlinum. Hann var aðalmarkvörður PSG í fjögur ár og hefur síðan þá varið mark Torino og loks Genoa sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Hann á 28 landsleiki að baki fyrir Ítalíu þrátt fyrir að hafa verið í samkeppni við tvo Gianluigi í heimsklassa - Buffon og Donnarumma.

Hinn úkraínski Nikita Contini hefur því verið lánaður burt frá félaginu og heldur hann til Sampdoria. Þar mun hann berjast við Emil Audero um byrjunarliðssæti. 

Contini er 26 ára gamall og hefur aldrei spilað keppnisleik fyrir Napoli á átta árum hjá félaginu. Hann hefur verið lánaður hingað og þangað um Ítalíu og lék bæði fyrir Crotone og Vicenza í Serie B á síðustu leiktíð. Bæði Crotone og Vicenza enduðu á að falla og leika í C-deildinni í haust.


Athugasemdir
banner