Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 12. ágúst 2022 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Smithies til Leicester (Staðfest)

Alex Smithies er genginn til liðs við Leicester frá Cardiff City. Hann gerir tveggja ára samning við félagið.


Smithies er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Leicester í sumar en félaginu vantaði markvörð eftir að Kasper Schmeichel yfirgaf félagið til að skrifa undir hjá Nice í Frakklandi.

Smithies er 32 ára gamall og á yfir 400 leiki með Huddersfield, QPR og Cardiff í Championship deildinni og League One. Hann var í leikmannahópi Cardiff í úrvalsdeildinni tímabilið 2018/19 en spilaði ekki leik.

„Þetta verður öðruvísi fyrir mig. Ég verð meiri liðsmaður, styðja við bakið á leikmönnum og vera klár að stíga upp þegar ég er beðinn um það," sagði Smithies við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner