Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. ágúst 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham telur sig eiga möguleika á að fá Memphis
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: EPA
Guardian greinir frá því að West Ham hafi áhuga á að fá sóknarleikmanninn Memphis Depay frá Barcelona. Spænska félagið þarf að selja leikmenn til að rétta við fjárhagsstöðuna.

Memphis á ár eftir af samningi sinum og talað hefur verið um áhuga frá Chelsea og Juventus. Talið er að leikmaðurinn vilji helst fara til liðs í Meistaradeildinni.

West Ham vill styrkja möguleikana í sóknarleik sínum og telur sig eiga möguleika á að fá þennan fyrrum leikmann Manchester United.

Memphis gekk í raðir United 2015 og fór til Lyon tveimur árum síðar.

West Ham gerði tilboð í miðjumanninn Matheus Nunes hjá Sporting Lissabon en leikmaðurinn hafnaði félaginu. David Moyes, stjóri Hamranna, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag. Wolves hefur einnig áhuga á leikmanninum og þá hafa njósnarar Chelsea fylgst með honum.

Þá hefur West Ham einnig áhuga á þýska miðverðinum Thilo Kehrer hjá Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner