Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hræddur um að missa Wilson - „Að spila besta fótbolta ferils síns"
Mynd: EPA
Harry Wilson hefur átt gott tímabil með Fulham en hann hefur komið að 13 mörkum í 24 leikjum í öllum keppnum. Hann hefur skorað í þremur leikjum í röð.

Samningur hans við félagið rennur út í sumar og Marco Silva vonast til að hann verði áfram hjá félaginu.

„Ég veit ekki hvort ég muni vera með hann eftir eina viku, 15 daga, þrjá mánuði eða í lok tímabilsins. Ég get ekki ábyrgst neitt. Það sem ég veit er að hann er að spila besta fótbolta ferils síns. Hann er á besta tíma ferils síns og það er enginn vafi á því," sagði Silva.

„Við erum að tala um mjög auðmjúkan leikmann sem mun ekki taka fótinn af bensíngjöfinni og aðdáendur Fulham ættu að njóta þessarar stórkostlegu stundar."

„Ég veit að hann mun halda áfram að hjálpa liðinu með mörkum og stoðsendingum og nú er þetta undir stjórninni og umboðsmanni hans komið. Hann er á góðum stað, og það sama á við um fjölskylda hans, og við munum reyna að gera okkar besta til að halda honum.“

Athugasemdir
banner
banner
banner