Heimild: NT- sporten
Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Norrköping, ætlar að skoða sig um í janúar. Norrköping féll niður í B-deildina í síðasta mánuði, en hann var einn lykilmanna liðsins á tímabilinu.
Í samtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði sagði Ísak hann hafa fundað með sænsku meisturunum í Mjallby en nú segir hann ólíklegt að hann gangi í raðir meistaranna.
Í samtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði sagði Ísak hann hafa fundað með sænsku meisturunum í Mjallby en nú segir hann ólíklegt að hann gangi í raðir meistaranna.
„Þeir sýndu mér áhuga og við funduðum saman. Ef ég myndi fara þangað sagði Aksum (þjálfarinn) hvernig hann sæi hlutverk mitt fyrir sér.
Það er dálítið langt síðan við spjölluðum og við höfum ekki rætt saman síðan þá. Ég hef ekki hugmynd um hvort ég myndi vilja fara þangað. Ég held að ég vilji ekki fara þangað, en allt getur gerst.“
Ísak fundaði með Mjallby rétt fyrir jól: „Það kemur mér ekki á óvart ef áhuginn hefur aðeins dvínað. Svona er fótboltinn. Ég var ekki jafn góður í síðustu sex leikjunum og ég var í fyrstu leikjum tímabilsins.“
Þrátt fyrir nokkurn áhuga útilokar Ísak ekki að taka slaginn með Norrköping í næst efstu deild á næstu leiktíð: „Ég get ímyndað mér það, því Norrköping á ekki að vera í Superettan. Ég held að liðið verði ekki meira en eitt eitt tímabil í þessari deild.“
Nú þegar hafa tveir Íslendingar yfirgefið Norrköping eftir fallið en Arnór Ingvi Traustason fór til KR og Jónatan Guðni Arnarsson til Breiðabliks. Ari Freyr Skúlason er þá í þjálfarateymi liðsins.
Athugasemdir




