Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 12:25
Kári Snorrason
Högg fyrir Liverpool - Bradley frá út tímabilið
Conor Bradley í baráttunni við Gabriel Martinelli á fimmtudag.
Conor Bradley í baráttunni við Gabriel Martinelli á fimmtudag.
Mynd: EPA
Conor Bradley, leikmaður Liverpool, verður frá út tímabilið eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum í leik liðsins gegn Arsenal á fimmtudagskvöld.

Bradley var borinn af velli eftir meiðslin og yfirgaf Emirates völlinn á hækjum.

Hann mun gangast undir aðgerð á næstu dögum og þá er jafnframt talið að þátttaka hans á næsta HM sé í hættu fari svo að Norður-Írar tryggi sér á HM sem fer fram í sumar.

Samkvæmt heimildum BBC er búið að útiloka krossbandaslit en meiðslin ná til liðbanda í hnénu sem og beinsins.

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, hefur sætt mikillar gagnrýni vegna framkomu sinnar á meðan Bradley lá meiddur á vellinum og beið eftir aðhlynningu. Martinelli taldi um leikþátt væri að ræða og ýtti við sárþjáðum Bradley.

Eftir leikinn hafði Martinelli samband við Bradley og baðst afsökunar á hegðun sinni.
Athugasemdir
banner
banner