Liam Rosenior stýrði Chelsea í fyrsta sinn í gær þegar liðið vann öruggan 5-1 sigur gegn Charlton í enska bikarnum.
Hann gerði átta breytingar á liðinu frá 2-1 tapi gegn Fulham en margir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri fengu það í gær. Hann var ánægður með spilamennsku liðsins.
Hann gerði átta breytingar á liðinu frá 2-1 tapi gegn Fulham en margir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri fengu það í gær. Hann var ánægður með spilamennsku liðsins.
„Ég er búinn að stýra einum leik, nokkrar sendingar voru fallegar, það geta allir sagt það. Við erum með stórkostlega leikmenn. Mín hugmynd um fótbolta skiptir ekki máli. Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki stöðugt. Þetta er góð byrjun. Þetta er bara byrjunin og við verðum að vera stöðugir núna í mjög, mjög annasömu prógrammi," sagði Rosenior.
Liðið spilar næst við Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins á miðvikudaginn. Cole Palmer, Reece James og Malo Gusto voru meðal leikmanna sem voru fjarverandi í gær en Rosenior vonaðist til að þeir verði klárir fyrir miðvikudaginn.
Athugasemdir




