Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   sun 11. janúar 2026 11:30
Kári Snorrason
Amorim mættur heim til Portúgals
Ruben Amorim var látinn taka poka sinn fyrir tæpri viku.
Ruben Amorim var látinn taka poka sinn fyrir tæpri viku.
Mynd: EPA
Rúben Amorim sneri aftur til heimalands síns Portúgal í gærdag, aðeins fimm dögum eftir að hann var rekinn sem stjóri Manchester United.

Sá portúgalski var rekinn sem stjóri United á mánudag eftir eftir fjórtán mánuði við stjórnvölinn á Old Trafford. Þar áður var Amorim stjóri Sporting í Portúgal.

Darren Fletcher stýrir liðinu til bráðabirgða á meðan Manchester United leitar að þjálfara sem klárar tímabilið. Ole Gunnar Solskjær er sagður líklegastur til að taka við tímabundið, en félagið hyggst ráða stjóra til frambúðar næsta sumar.

CNN í Portúgal reyndi að ná tali af Amorim við lendingu hans í Lissabon en hann tjáði sig ekki.


Athugasemdir
banner
banner