Heimild: Expressen
Eyþór Martin Björgólfsson átti frábært tímabil með Umea í næst efstu deild í Svíþjóð á síðasta tímabili en hann ákvað að rifta samningi sínum eftir að liðið féll.
Hann reyndi allt til að hjálpa liðinu en hann skoraði 15 mörk í 29 leikjum í deildinni.
Hann reyndi allt til að hjálpa liðinu en hann skoraði 15 mörk í 29 leikjum í deildinni.
Eyþór er 25 ára gamall framherji en hann er hálfur Íslendingur og hálfur Norðmaður.
Sænski miðillinn Expressen greinir frá því að það sé mikill áhugi á honum. Hann hafnaði sænsku félögunum Vasteras og Degerfors samkvæmt heimildum Expressen.
Motherwell, sem er í 4. sæti skosku deildarinnar, hefur áhuga á honum. Þá er einnig áhugi frá efstu deild í Póllandi og Svíþjóð.
Athugasemdir




