Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
   sun 11. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balotelli farinn á vit ævintýranna
Mynd: Reuters
Ítalinn skrautlegi Mario Balotelli er búinn að finna sér nýtt félag en hann hefur samið við Al-Ittifaq í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Balotelli er 35 ára en hann hefur átt skrautlegan feril. Hann kom sér oftar en ekki í fréttirnar fyrir uppátækin sín utanvallar.

Hann spilaði með liðum á borð við Inter, Man City, Milan og Liverpool á ferlinum en hann spilaði síðast með Genoa út síðasta tímabil.

Al-Ittifaq spilar í næst efstu deild og er á botninum með sex stig eftir ellefu umferðir.


Athugasemdir
banner