Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 10:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vinicius sagði nei við Sádi-Arabíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinicius Jr, ein af stjörnum Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur sjálfur hafnað háu tilboði frá sádi-arabísku deildinni. Það er The Athletic sem greinir frá.

Haft var samband við umboðsmenn Vinicius og borið undir þá möguleikann á því að fá hann til Sádi-Arabíu. Hugsunin var að hann yrði andlit deildarinnar fyrir HM þar í landi árið 2034.

Brassinn er ánægður hjá Real og Madríd vill ekki selja hann.

Um er að ræða fjárhagslega mjög gott tilboð fyrir Vinicius en það heillaði ekki nóg á þessum tímapunkti

Vinicius er 24 ára vængmaður sem kom til Real árið 2018. Hann hefur skorað 83 mörk í 264 leikjum fyrir Real. Hann hefur unið deildina þrisvar, bikarinn einu sinni, Meistaradeildina tvisvar og HM félagsliða tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner