fim 12. september 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Southgate útilokar ekki endurkomu Vardy í landsliðið
Vardy í leik með enska landsliðinu.
Vardy í leik með enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir dyrnar opnar fyrir Jamie Vardy framherja Leicester ef hann hefur hug á að snúa aftur í enska landsliðið í framtíðinni.

Hinn 32 ára gamli Vardy hætti að spila með landsliðinu eftir HM í fyrra en hann hefur raðað inn mörkum með Leicester síðan þá.

„Það er augljóst hversu vel hann hefur verið að spila og við ræddum það á sínum tíma að hvorugur aðilinn myndi loka dyrunum. Það er hins vegar enginn tilgangur í að hann ferðist í leiki með okkur á þessum aldri ef hann er ekki að fara að byrja. Ég skil það," sagði Southgate.

„Ég vildi líka fá yngri leikmenn inn. Ég er ekki viss um að það sé rétt að fá hann strax aftur í hópinn en dyrnar eru ekki lokaðar því hann er topp leikmaður sem er ennþá að skora mikilvæg mörk í stórum leikjum."

„Hann er líka karakter sem við höfðum gaman að í hópnum svo dyrnar eru alltaf opnar hjá okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner