Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 12. október 2021 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að brjóta sér leið inn í lið Lommel - „Það voru engin leiðindi"
Kolbeinn Þórðarson
Kolbeinn Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í Belgíu, vonast til þess að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið á næstu vikum, en hann fór aðeins yfir stöðuna í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-0 tapið gegn Portúgal.

Lommel keypti Kolbein frá Breiðabliki fyrir tveimur árum og hefur hann staðið sig ágætlega hjá klúbbnum.

Á þessari leiktíð hefur hann verið að glíma við meiðsli og þá veiktist hann eftir síðasta landsliðsverkefni en hann hefur ekki enn byrjað leik á þessari leiktíð.

Hann hefur komið fjórum sinnum inná sem varamaður en hann býst við því að fá að byrja fljótlega.

„Hún er fín. Ég veiktist eftir síðasta landsliðsverkefni þar sem ég var að komast í byrjunarliðið en ég er ekki enn búinn að ná að byrja leik á tímabilinu. Það kemur bara og ég býst við að vera kominn í liðið eins fljótt og hægt er," sagði Kolbeinn.

Það var orðrómur um það að Lommel hafi verið ósátt við að Kolbeinn hafi ákveðið að fara í síðasta landsliðsverkefni en hann vísar því á bug.

„Nei, þeir voru það ekki. Þeir hleyptu mér í það og það voru engin leiðindi," sagði hann í lokin.
Kolbeinn: Þú veist hvernig dómarar eru
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner