Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Bailly á góðum batavegi
Eric Bailly.
Eric Bailly.
Mynd: Getty Images
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, er á góðum batavegi eftir erfið hnémeiðsli.

Bailly skaddaði liðbönd í hné gegn Tottenham í júlí og fór í aðgerð. Bailly hefur verið á hækjum að undanförnu en hann er nú byrjaður að labba og ætti að geta byrjað rólegar æfingar eftir landsleikjahléið.

Bailly verður samningslaus næsta sumar en United getur nýtt sér ákvæði í samningi hans til að framlengja samninginn.

Paul Pogba er einnig á góðri leið en hann hefur verið frá keppni síðan í lok september.

Sjá einnig:
Pogba laus við umbúðirnar - Stutt í endurkomu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner