Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Kompany segir að Man City þurfi ekki nýjan varnarmann
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður Manchester City, segir að félagið þurfi ekki að kaupa nýjan varnarmann í janúar.

Manchester City keypti ekki varnarmann þegar Kompany fór til Anderlecht í sumar og varnarndræði liðsins urðu ennþá meiri þegar Aymeric Laporte meiddist illa í byrjun tímabils. Þrátt fyrir 3-1 tap gegn Liverpool um helgina þá telur Kompany ekki þörf á nýjum varnarmanni.

„Ég held að þeir þurfi ekki að kaupa nýjan varnarmann. Við erum alltaf í vandræðum á Anfield. Við höfum ekki unnið í 25 ár á Anfield og það er erfitt. Þetta eru tveir leikir í einu því þú ert að berjast gegn frábæru liði og gegn sögunni," sagði Kompany.

„Ef þú snýrð þessu við þá er það sama hjá Liverpool. Þeir eru að berjast við söguna eftir að hafa ekki unnið deildina í 30 ár."

„Það ætti að hjálpa City myndi ég halda. Þeim til varnar þá hefur í gegnum tíðina besta leiðin fyrir City til að verjast verið að sækja. Það er engin ástæða til að breyta því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner