Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   þri 12. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„United þarf fjóra eða fimm leikmenn með alvöru gæði"
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er á því að þrátt fyrir batnandi gengi United þurfi liðið á frekari styrkingu að halda til að vera samkeppnishæft í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar.

United byrjaði tímabilið illa en hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum, liðið sigraði Brighton, 3-1, um helgina.

„Þetta hefur verið góður mánuður hjá Manchester United fyrir utan tapið gegn Bournemouth," sagði Neville hjá Sky Sports.

„Sá leikur var pirrandi og fór með liðið nokkur skref aftur á bak en fyrir utan það hefur liðið verið betra undanfarin mánuð miðað við mánuðinn þar á undan."

„Martial, Greenwood og Rashford eru spennandi framávið ásamt Daniel James, margt hægt að gera með þessa leikmenn. Varnarlega með Maguire og Wan-Bissaka er liðið með tvo flotta leikmenn og þá er Brandon Williams spennandi."

„Þrátt fyrir þetta þá er klárt að United þarf á fjórum eða fimm leikmönnum, með alvöru gæði og reynslu, að halda,"
sagði Neville að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner