
Fimm skiptingar eru leyfilegar í leik Íslands og Ungverjalands í umspili um sæti á EM í kvöld.
Fimm skiptingar eru leyfilegar í flestum keppnum í dag sökum leikjaálags.
Ef jafnt er eftir venjulegan leiktíma í kvöld verður framlengt og þá bætist sjötta skiptingin við.
Ef jafnt er eftir framlengingu verður farið í vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.
Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 19:45 í Búdapest í kvöld.
UNGVERJALAND - ÍSLAND | UPPHITUN
Athugasemdir