Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 12. nóvember 2020 11:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Guðlaugur Victor: Orðinn vanur því að spila án áhorfenda
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM fer fram í kvöld klukkan 19:45 í Búdapest.

Búist var við því að 20 þúsund áhorfendur yrðu leyfðir á leiknum en það breyttist á dögunum þegar sóttvarnareglur voru hertar í Ungverjalandi. Leikið verður án áhorfenda.

Hér er hitað upp fyrir stórleikinn

„Maður er orðinn vanur því að spila án áhorfenda og ég pældi því lítið í því að það yrðu einhverjir áhorfendur á leiknum. Það hefðu kannski orðið ákveðin viðbrigði að hafa allt í einu stuðningsmenn í stúkunni, sama hvort liðið þeir væru að styðja, en þetta er ekki eitthvað sem maður var sjálfur búinn að spá mikið í," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í viðtali við Morgunblaðið í vikunni.

Guðlaugur Victor verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu í kvöld, líklega í hægri bakverði en hann gæti mögulega spilað á miðjunni.

„Hvað varðar sjálfan mig þá undirbý ég mig fyrir þennan leik eins og ég sé að fara að spila, á því leikur enginn vafi. Þetta verður erfiður leikur gegn Ungverjum og við þurfum allir að eiga góðan leik ef við ætlum okkur að ná í úrslit. Við þurfum að verjast eins og lið og sækja eins og lið. Ef við gerum hlutina upp á tíu á báðum endum vallarins þá vinnum við þennan leik og það er það eina sem ég er að hugsa um," bætti Guðlaugur við í samtali við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner