Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. nóvember 2020 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umspil fyrir EM: Pandev skaut Norður-Makedóníu á fyrsta stórmótið
Mynd: Getty Images
Georgía 0 - 1 Norður-Makedónía
0-1 Goran Pandev ('56)

Norður-Makedónía er komin á Evrópumótið í fótbolta í fyrsta sinn frá því að Júgóslavía féll.

Georgía og Norður-Makedónía áttust við í úrslitaleik í D-deild umspilsins en leikurinn var ekki upp á marga fiska.

Það var gamla brýnið Goran Pandev sem skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu. Pandev er 37 ára gamall og spurning hvort hann spili með þjóð sinni á stórmóti í fyrsta sinn næsta sumar. Hann leikur með Genoa á Ítalíu.

Klukkan 19:45 hefst leikur Ungverjalands og Íslands í úrslitaleik A-deildar umspilsins. Smelltu hérna til að fara í beina textalýsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner