Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 09:10
Elvar Geir Magnússon
Everton athugar Zlatan - Man Utd vill Havertz
Powerade
Duncan Ferguson hefur ekki áhuga á að stýra Everton til frambúðar.
Duncan Ferguson hefur ekki áhuga á að stýra Everton til frambúðar.
Mynd: Getty Images
United er meðal félaga sem vilja Havertz.
United er meðal félaga sem vilja Havertz.
Mynd: Getty Images
Gerir Chelsea tilboð í Zaha í janúar?
Gerir Chelsea tilboð í Zaha í janúar?
Mynd: Getty Images
Bologna hefur áhuga á Moise Kean.
Bologna hefur áhuga á Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Zlatan, Arteta, Willian, Giroud, Pogba, Havertz, Ferguson, Saul og fleiri í slúðurpakka dagsins. Fáið ykkur Powerade og lesið!

Everton hefur rætt við umboðsmanninn Mino Raiola til að athuga hvort Zlatan Ibrahimovic (38) hafi áhuga á að fara á Goodison Park. Líklegast er þó að Svíinn fari til AC Milan. (Arena Napoli)

Duncan Ferguson (47) hefur ekki áhuga á að taka við Everton til frambúðar þrátt fyrir 3-1 sigurinn í fyrsta leiknum við stjórnvölinn. Ferguson er bráðabirgðastjóri hjá þeim bláu. (Liverpool Echo)

Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City, hefur áhuga á að snúa aftur til Arsenal og taka við sem knattspyrnustjóri. (Sun)

Arsenal og Everton munu hitta Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra Chelsea, eftir að hann var rekinn frá Napoli á þriðjudagskvöld. (Evening Standard)

Borussia Dortmund er að skoða möguleika á að ráða Mauricio Pochettino en sætið hjá Lucien Favre er heitt. (Telegraph)

Bandaríski auðkýfingurinn Todd Boehly, meðeigandi hafnaboltafélagsins Los Angeles Dodgers, er líklegur til að gera nýtt tilboð í Chelsea. (Telegraph)

James Maddison (23) færist nær því að skrifa undir nýjan samning við Leicester. (Mirror)

Manchester United sýnir mikinn áhuga á að fá Kai Havertz (20) sóknarmiðjumann Bayer Leverkusen. Félagið mun hinsvegar fá öfluga samkeppni frá Barcelona, Liverpool, Real Madrid og Bayern München. (Bild)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, mun gera tilboð í Wilfried Zaha (27), leikmann Crystal Palace, í janúarglugganum. (Mirror)

Lampard gæti einnig reynt að fá miðvörðinn Nathan Ake (24) frá Bournemouth. Ake er fyrrum leikmaður Chelsea en félagið er með ákvæði um að geta keypt hann til baka á 40 milljónir punda. (Guardian)

Inter og Atletico Madrid eru meðal félaga sem vilja fá Olivier Giroud (33) en franski sóknarmaðurinn er tilbúinn að yfirgefa Chelsea í janúar. (Football.London)

West Ham mun reka Manuel Pellegrini (66) ef Hamrarnir tapa fyrir Southampton á laugardag. (Sun)

Chelsea sendi njósnara til að fylgjast með franska sóknarmanninum Moussa Dembele (23) hjá Lyon og þýska framherjanum Timo Werner (23) hjá RB Leipzig á þriðjudagskvöld. (Mail)

Úlfarnir hafa áhuga á Suður-Kóreska framherjanum Hwang Hee-chan (23) hjá Red Bull Salzburg. (Telegraph)

Juventus hefur áhuga á að kaupa Emerson Palmieri (25), vinstri bakvörð Chelsea og Ítalíu, næsta sumar. (Tuttosport)

Það verður erfitt fyrir Rangers að halda í skoska vængmanninn Kai Kennedy (17) en Bayern München og Manchester City eru meðal félaga sem vilja fá hann. (Daily Record)

Barcelona hefur áhuga á að fá Carlos Vela (30) í breiddina hjá sér. Þessi fyrrum sóknarmaður Arsenal og West Brom er núna í Los Angeles FC í MLS-deildinni. (Goal)

Marcel Bout, yfirnjósnari Manchester United, fylgdist með Erling Braut Håland (19) í leik Red Bull Salzburg gegn Liverpool. (Sky Sports)

Moise Kean (19), sóknarmaður Everton, gæti snúið heim til Ítalíu aðeins sex mánuðum eftir að hann kom frá Juventus. Bologna vill fá hann lánaðan. (Star)

Pep Guardiola segir að enski miðjumaðurinn Phil Foden (19) sé nægilega góður til að fylla skarð David Silva (33) í liði Manchester City á næsta tímabili. Silva er á sínu síðasta tímabili hjá City. (Times)

Dennis Praet (25), belgíski miðjumaðurinn hjá Leicester, blæs á sögur þess efnis að hann sé á leið aftur til Ítalíu en hann hefur verið orðaður við Fiorentina. (Leicester Mercury)

Fikayo Tomori (21) mun skrifa undir nýjan samning við Chelsea en enski varnarmaðurinn hefur spilað vel á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni. (Star)

Aston Villa er eitt af mörgum félögum sem hafa áhuga á króatíska varnarmanninum Domagoj Vida (30) hjá Besiktas. (Turkish Football)

Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez (28) segist ánægður hjá Úlfunum en útilokar ekki að snúa aftur í spænska boltann í framtíðinni. (Express and Star)

Burnley vill fá hægri bakvörðinn Jayden Bogle (19) frá Derby County. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner