Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Arnór og félagar höfðu betur í Kaupmannahöfn
Arnór Ingvi er lykilmaður í sterku liði Malmö.
Arnór Ingvi er lykilmaður í sterku liði Malmö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Saka var öflugur með Arsenal í Belgíu.
Saka var öflugur með Arsenal í Belgíu.
Mynd: Getty Images
Úrslitin í A-F riðlum Evrópudeildarinnar eru ráðin. Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem lagði FC Kaupmannahöfn á útivelli og tryggði sér þannig toppsæti B-riðils.

Malmö vann leikinn 0-1 eftir skalla Arnórs sem fór af varnarmanninum Sotirios Papagiannopoulos og í netið. Markið var upprunalega skráð á Arnór en því svo breytt í sjálfsmark.

Kaupmannahöfn endar í öðru sæti riðilsins eftir óvænt jafntefli Dynamo Kiev gegn Lugano. Úkraínumennirnir frá Kænugarði gátu náð öðru sætinu með sigri.

Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Krasnodar sem tapaði 3-0 í úrslitaleik gegn Getafe og missti af sæti í útsláttarkeppninni.

Arsenal lenti 2-0 undir gegn Standard Liege í Belgíu og virtist vera að missa toppsæti F-riðils til Eintracht Frankfurt, sem leiddi Vitoria Guimaraes 2-1 á heimavelli.

Lærisveinar Freddie Ljungberg náðu þó að koma til baka á sama tíma og Portúgalarnir unnu sig til baka í Þýskalandi og stóðu óvænt uppi sem sigurvegarar.

Frankfurt getur því mætt liðum á borð við Inter, Salzburg og Ajax í næstu umferð. Arsenal slapp með skrekkinn þökk sé Bukayo Saka sem var afar líflegur allan leikinn. Hann skoraði og lagði upp á lokakaflanum.

Þessi úrslit þýða að PSV og Lazio eru meðal félaga sem eru dottin úr leik í Evrópu á leiktíðinni. Eftirfarandi félög eru komin áfram í útsláttarkeppnina.

1. sæti:
Sevilla
Malmö
Basel
LASK Linz
Celtic
Arsenal

2. sæti:
APOEL
Kaupmannahöfn
Getafe
Sporting CP
CFR Cluj
Eintracht Frankfurt

A-riðill:
APOEL 1 - 0 Sevilla
1-0 Vujadin Savic ('61 )

Qarabag 1 - 1 Dudelange
0-1 Sabir Bougrine ('63 )
1-1 Magaye Gueye ('90 )
Rautt spjald: Qara Qarayev, Qarabag ('46)



B-riðill:
Dynamo Kiev 1 - 1 Lugano
0-1 Marco Aratore ('45 )
1-1 V. Tsygankov ('94)

FC Kaupmananhöfn 0 - 1 Malmo FF
0-1 Sotirios Papagiannopoulos ('77, sjálfsmark)



C-riðill:
Basel 2 - 0 Trabzonspor
1-0 Silvan Widmer ('21 )
2-0 Valentin Stocker ('72 )

Getafe 3 - 0 FK Krasnodar
1-0 Leandro Cabrera ('76 )
2-0 Jorge Molina ('78 )
3-0 Kenedy ('86)
Rautt spjald: Aleksandr Martynovich, Krasnodar ('89)



D-riðill:
PSV 1 - 1 Rosenborg
0-1 Pal Andre Helland ('22 )
1-1 Mohammed Ihattaren ('63 )

LASK Linz 3 - 0 Sporting
1-0 Gernot Trauner ('23 )
2-0 Joao Klauss ('38 , víti)
3-0 M. Raguz ('93)
Rautt spjald: Renan Ribeiro, Sporting ('34)



E-riðill:
Rennes 2 - 0 Lazio
1-0 Joris Gnagnon ('30 )
2-0 Joris Gnagnon ('87 )

CFR Cluj 2 - 0 Celtic
1-0 Andrei Andonie Burca ('48 )
2-0 Damian Djokovic ('70 )



F-riðill:
Eintracht Frankfurt 2 - 3 Guimaraes
0-1 Rochinha ('8 )
1-1 Danny da Costa ('31 )
2-1 Daichi Kamada ('38 )
2-2 Marcus Edwards ('87 )

Standard Liege 2 - 2 Arsenal
1-0 Samuel Bastien ('47 )
2-0 Selim Amallah ('69 )
2-1 Alexandre Lacazette ('78 )
2-2 Bukayo Saka ('81 )
Athugasemdir
banner
banner