Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   fim 12. desember 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Hodgson: Hef trú á því að mörkin munu koma
Patrick van Aanholt og Jeffrey Schlupp hafa báðir skorað tvö mörk fyrir Crystal Palace en aðeins sóknarmaðurinn Jordan Ayew hefur skorað fleiri mörk en þeir, fjögur í fimmtán byrjunarliðsleikjum.

Palace hefur skorað samtals 14 mörk í 16 leikjum en aðeins botnlið Watford hefur skorað færri mörk (9).

Sóknarleikmaðurinn Wilfried Zaha er aðeins með eitt mark.

Þrátt fyrir þessa slæmu tölfræði virðist knattspyrnustjórinn reyndi Roy Hodgson ekki hafa teljandi áhyggur.

„Ég væri auðvitað til í að sjá okkur skora fleiri mörk. Sóknarmenn okkar vita af pressunni en ég tel að mörkin munu koma," segir Hodgson.

„Ef markaskorunin verður ekki betri þá gefur öflugur varnarleikur okkar allavega tilefni til bjartsýni á gott tímabil."

Palace er í tíunda sæti og á leik gegn Brighton á mánudagskvöld.

Patrick van Aanholt meiddist í sigri gegn Bournemouth í síðustu viku og missti af 0-0 jafnteflinu gegn Watford síðasta laugardag.

„Ég er ekki með neinar nýjar upplýsingar um Pat eða hvenær hann snýr aftur. Vonandi verður það sem fyrst. Við þurfum að sjá hvernig honum mun miða áfram," segir Hodgson.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner