Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 07:00
Magnús Már Einarsson
Sampaoli hættur með Santos
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Santos í Brasilíu. Santos endaði í 2. sæti í brasilísku deildinni á nýliðnu tímabili.

Sampaoli átti ár eftir af samningi sínum en hann ákvað að hætta vegna þess að samband hans við forseta Santos var ekki gott og hann var ósáttur við að fá ekki meiri pening til að styrkja hópinn.

Santos spilaði eftirtektarverðan sóknarbolta undir stjórn Sampaoli og kom mörgum á óvart með því að ná 2. sætinu á eftir Flamengo. Santos er með mun minna fjármagn en mörg önnur lið í Brasilíu.

Hinn 59 ára gamli Sampaoli er fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu og Síle. Hann stýrði Argentínu í jafnteflinu gegn Íslandi á HM í fyrra.

Athugasemdir
banner
banner
banner