Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
San Siro hýsir leik í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn síðan 2014
Mynd: Getty Images
San Siro, sögulegur heimavöllur Inter og AC Milan, hefur ekki hýst leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan 2014. Gengi Inter og Milan í Evrópu hefur verið herfilegt á undanförnum árum.

Biðin er þó loks á enda og munu áhorfendur fá að sjá leik í útsláttarkeppninni á San Siro í vor. Það verður þó hvorki Inter né Milan að keppa heimaleik, heldur Atalanta - smáliðið frá Bergamó.

Atalanta komst upp úr riðlakeppninni á sögulegan hátt. Liðið var aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir en vann síðustu tvo leikina og tryggði sig áfram með sjö stig. Manchester City vann riðilinn og enduðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb í næstu sætum fyrir neðan.

Þetta er heljarinnar afrek hjá Atalanta, sérstaklega þegar litið er til þess að launareikningur liðsins er svipað hár og hjá miðlungsfélagi í ensku B-deildinni.

Búið er að reikna út að Atalanta muni fá minnst 40 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni þetta tímabilið. Það er svipuð upphæð og Atalanta er að greiða fyrir miklar endurbætur á heimavelli sínum. Þeim endurbótum verður ekki lokið fyrr en sumarið 2021 í fyrsta lagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner