Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Greenwood er önnur tegund af Rooney
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var kátur eftir 4-0 sigur Manchester United gegn AZ Alkmaar er liðin mættust í úrslitaleik um toppsæti L-riðils Evrópudeildarinnar.

Hinn 18 ára gamli Mason Greenwood fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það til hins ítrasta. Solskjær var hæstánægður með hann og hefur ungstirnið fengið mikið lof fyrir frammistöðuna.

„Í hálfleik þá sagði ég við strákana að spila meira eins og Man Utd. Við breyttum aðeins leikkerfinu og það getur verið erfitt fyrir leikmenn en það heppnaðist fullkomlega í kvöld," sagði Solskjær.

„Við fundum taktinn. Við byrjuðum að senda fleiri sendingar fram, leikmenn tóku fleiri hlaup, pressuðu meira og skoruðu mörk.

„Mason er ótrúlega góður að klára færi. Ef hann hleypir af skoti í kringum teiginn þá býstu alltaf við að hann hitti á rammann. Hann er góður að skapa sér pláss og er jafnfættur. Ég er mjög ánægður með hans framlag.

„Hann er önnur tegund af Wazza (Wayne Rooney) og er með frábært hugarfar, hann hlakkar alltaf til næsta leiks. Hann er náttúrulegur markaskorari, það skiptir ekki máli í hvaða keppni eða gæðaflokki hann er að spila."


Greenwood er kominn með fjögur mörk í fimm leikjum í Evrópudeildinni í ár. Hann skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner