Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 13. september 2025 20:30
Viktor Ingi Valgarðsson
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss tapaði í dag fyrir Keflavík og enda tímabilið í 11.sæti með 19 stig, tveimur stigum eftir Grindavík sem tapaði einnig í dag. Úrslitin því ekki góð og fall niðurstaða dagsins fyrir selfyssinga.


Jón Daði Böðvarsson kom til félagsins þann 1.Júlí og náði sjö leikjum með þeim í sumar. Í þessum leikjum skoraði hann fjögur mörk og meðal annars eina mark Selfoss í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. 

„Ég sagði við strákan eftir leik, þetta er ungt lið og að muna eftir þessari tilfinningu, hún er ekki skemmtileg en engu að síður lærdómsrík þegar þú ert að læra þig í leikinn."

Margir vonuðust að innkoma Jóns Daða í hópinn yrði alvöru vítamínssprauta fyrir fallbaráttu liðsins og markmið hans eflaust að halda heimabænum uppi í Lengjudeildinni.

„At the end of the day, er ég bara hluti af liði, auðvitað reyndi ég að gera mitt besta að vera með innspýtingu fyrir liðið. Svona er þetta lífið heldur áfram og nýr dagur á morgun."

Jón Daði skrifaði undir samning við Selfoss til 2027 en það vakna líklegast spurningar um framtíð hans nú þegar 2.deild bíður selfyssinga á næsta ári. 

„Ég þarf bara aðeins að komast í burtu frá fótbolta í smástund og hreinsa hugann, síðan bara hugsar maður sinn gang aðeins."

Jón Daði Böðvarsson verður 34 ára á næsta ári og miðað við frammistöðu hans þetta tímabil vonast maður að sjá hann aftur því gæðin eru svo sannarlega tilstaðar.


Athugasemdir
banner
banner