Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. janúar 2020 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hakan Sukur: Erdogan tók allt sem ég átti
Mynd: Getty Images
Hakan Sukur varð árið 2013 óvinur tyrkneskra stjórnvalda þegar hann fór úr AKP flokknum. Sukur, sem er fyrrum framherji Blackburn og Inter ásamt annarra félaga, segir að tyrkneska ríkið hafi gert allar eigur hans upptækar.

Sukur keyrir í dag Uber og selur bækur í Bandaríkjunum í kjölfar ofsóknanna frá tyrkneskum stjórnvöldum.

Sukur gekk í flokk Erdogan árið 2011 en sagði sig úr honum 2013 eftir spillingarhneyksli innan flokksins.

„Það var þá sem fjandskapurinn hófst," sagði Sukur við þýska miðilinn Welt am Sonntag.

„Steinum var kastað í tískuverslun konu minnar og börnin mín voru áreitt á götum úti. Ég fékk hótanir alltaf þegar ég tjáði mig. Þegar ég fór settu þeir faðir minn í fangelsi og all sem ég átti var gert upptækt."

„Ég á ekkert eftir. Erdogan tók allt frá mér. Rétt minn til frelsis, rétt minn til að tjá og útskýra mig, rétt minn til að vinna."

Faðir Hakan er í stofufangelsi eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi vegna krabbameins. Mamma hans er einnig með krabbamein.

„Þetta er erfiður tími fyrir þau. Allir sem eru tengdi mér eiga í fjárhagslegum örðugleikum. Ég er óvinur stjórnvalda en ekki ríkisins, tyrknesku þjóðarinnar. Ég elska fánann, landið okkar," sagði Sukur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner