mán 13. janúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Javier Hernandez í viðræðum við LA Galaxy
LA Galaxy í Bandaríkjunum er í viðræðum við mexíkóska framherjann Javier Hernandez.

Spænska félagið Sevilla keypti Hernandez frá West Ham síðastliðið sumar en hann hefur átt erfitt uppdráttar á Spáni.

Hinn 31 árs gamli Hernandez vill því róa á önnur mið og hann gæti fyllt skarð Zlatan Ibrahimovic hjá LA Galaxy.

LA Galaxy hefur náð samkomulagi við Sevilla um að kaupa Hernandez á sjö milljónir punda en viðræður eru nú í gangi við leikmanninn sjálfan.
Athugasemdir
banner