Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Derby niðurlægði Bristol
Mynd: Derby
Mynd: Derby
Bristol City 0 - 5 Derby County
0-1 Rhian Brewster ('13 )
0-2 Ben Brereton Diaz ('16 )
0-3 Bobby Clark ('36 )
0-4 Patrick Agyemang ('66 )
0-5 Lars-Jorgen Salvesen ('88 )

Bristol City og Derby County mættust í eftirvæntum slag í Championship deildinni fyrr í kvöld. Það munaði aðeins einu stigi á liðunum í umspilsbaráttunni og því var búist við jöfnum leik, en svo varð ekki.

Derby reyndist miklu sterkara liðið í Bristol þar sem heimamenn héldu boltanum mikið en sköpuðu sér lítið sem ekkert á meðan gestirnir fengu færi í nánast hvert einasta skipti sem þeir voru með boltann.

Rhian Brewster og Ben Brereton Díaz skoruðu fyrstu tvö mörkin með stuttu millibili áður en Bobby Clark setti þriðja markið, eftir undirbúning frá Brereton Díaz.

Staðan var 0-3 í leikhlé og áttu gestirnir eftir að bæta við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Þar voru Patrick Agyemang og Lars-Jörgen Salvesen á ferðinni til að innsigla fimm marka stórsigur.

Derby klifrar uppfyrir Bristol með þessum sigri og situr í umspilssæti með 45 stig eftir 30 umferðir. Bristol er tveimur stigum á eftir.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 29 17 7 5 62 33 +29 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Derby County 30 12 9 9 44 37 +7 45
7 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Bristol City 30 12 7 11 40 36 +4 43
10 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
11 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 29 9 10 10 41 41 0 37
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Norwich 29 9 6 14 37 41 -4 33
19 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
20 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
21 Portsmouth 27 7 9 11 24 37 -13 30
22 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner