Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nuno svekktur: Það er ekki hægt að fá mann í staðinn fyrir hann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lucas Paqueta er á leið til Flamengo frá West Ham eftir þrjú og hálft ár í London. Hann er á leið í læknisskoðun og svo verða kaupin kláruð. Sagt er að hann kosti um 36 milljónir punda og verði dýrasti leikmaður sem brasilískt félag hefur keypt.

West Ham vildi halda Paqueta út tímabilið, að hann myndi hjálpa í fallbaráttunni, en félagið hefur nú með trega samþykkt

„Ég held að við höfum fundið lausn sem allir voru meðvitaðir um og komumst að góðri lausn. Lucas var skýr með það að hann vildi fara heim og við búumst við að þetta verði staðfest fljótlega."

„Mér finnst Lucas sérstakur leikmaður, sérstök manneskja, hann er tía. Ég held að allt hefði getað farið á annan veg, en kringumstæður eru eins og þær eru. Hann vildi fara til Brasilíu og þú heldur áfram með þitt, vitandi að hann er sérstök manneskja og sérstakur leikmaður og við óskum honum alls hins besta."

„Þetta hefði getað gerst fyrir tveimur árum síðan, þegar við vorum ekki í þessari stöðu, og þá hefði þetta allt verið öðruvísi. En þetta er eins og það er og við höldum áfram,"
sagði Nuno Espirito Santo, stjóri West Ham, í gær.

Stjórinn var spurður hvort það væri mikilvægt að fá inn nýjan mann í stað Paqueta.

„Það er ekki hægt að fá inn mann í staðinn, hann er einstakur, hann er tía með sérstaka hæfileika. Það er ekki hægt að finna leikmann eins og Lucas í glugganum. Við þurfum að halda áfram með það sem við höfum hér hjá félaginu," sagði Nuno.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner