Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Ísak og félagar í betri stöðu eftir sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Köln 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Linton Maina ('29 )

Ísak Bergmann Jóhannesson fékk að spila síðustu 25 mínúturnar þegar Köln vann gríðarlega mikilvægan leik gegn Wolfsburg í efstu deild þýska boltans í kvöld.

Linton Maina skoraði eina mark leiksins eftir laglegt einstaklingsframtak á 29. mínútu. Hann fékk boltann úti á hægri kanti og náði að færa sig nær vítateigsboganum áður en hann hleypti af skoti með marga varnarmenn fyrir framan sig.

Skotið var hnitmiðað þar sem hann náði að setja boltann í gegnum klofið á síðasta varnarmanninum og því var markvörðurinn lengi að skutla sér.

Köln var betra liðið í tíðindalitlum fyrri hálfleik en gestirnir frá Wolfsburg urðu hættulegri aðilinn eftir leikhlé. Það var þó lítið um færi í lokuðum leik.

Ísak kom inn af bekknum á 67. mínútu og hjálpaði liðinu að halda forystunni til leiksloka og tryggja dýrmæt stig.

Köln er í tíunda sæti eftir þennan sigur, með 23 stig eftir 20 umferðir. Fjórum stigum fyrir ofan Wolfsburg.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 19 12 3 4 40 22 +18 39
4 RB Leipzig 19 11 3 5 37 25 +12 36
5 Stuttgart 19 11 3 5 36 26 +10 36
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Freiburg 19 7 6 6 31 32 -1 27
8 Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 30 -6 24
10 Köln 20 6 5 9 29 32 -3 23
11 Gladbach 19 5 5 9 23 32 -9 20
12 Wolfsburg 20 5 4 11 28 42 -14 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 19 4 6 9 21 37 -16 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 19 3 5 11 17 32 -15 14
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner
banner
banner