Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
   lau 31. janúar 2026 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: VI.nl 
Willum nálgast NEC Nijmegen - Fyrrum leikmaður Man Utd einnig á leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dick Schreuder, stjóri NEC Nijmegen, hefur staðfest að Willum Þór Willumsson sé nálægt því að ganga til liðs við félagið.

Willum þekkir til í Hollandi en hann gekk til liðs við Birmingham árið 2024 frá Go Ahead Eagles þar sem hann skoraði 15 mörk og lagði upp sex í 62 leikjum.

Hann var í lykilhlutverki hjá Birmingham í C-deildinni en meiddist illa á þessu tímabili og hefur verið í litlu hlutverki eftir að hann jafnaði sig af meiðslunum.

NEC er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið er þessa stundina að vinna gegn AZ Alkmaar en með sigri fer liðið upp fyrir Ajax í 3. sæti deildarinnar.

Liðið er einnig að fá 21 árs gamla norska miðjumanninn Isak Hansen-Aarøen sem var í akademíu Man Utd. Hann er leikmaður Werder Bremen en hann er hugsaður sem góður kostur fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner