Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 17:00
Kári Snorrason
Insigne snýr aftur í ítalska boltann (Staðfest)
Mynd: EPA
Ítalski vængmaðurinn Lorenzo Insigne er genginn í raðir Pescara en hann hefur verið án félags frá því í sumar er hann rifti samningi sínum við Toronto í MLS-deildinni.

Insigne er þekktastur fyrir tíman sinn hjá Napoli, þar sem hann var einn besti leikmaður Serie A og skoraði 122 mörk í 434 leikjum fyrir félagið.

Hann hefur áður leikið með Pescara, þá á láni frá Napoli í ítölsku Serie B, og átti þar frábært tímabil með 20 mörk í 38 leikjum.

Pescara situr um þessar mundir á botni Serie B, sex stigum frá sæti í umspili. Fyrir um mánuði var Insigne orðaður við Lazio, en þær viðræður virðast hafa runnið út í sandinn og snýr hann því aftur til Pescara.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner