Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 10:27
Elvar Geir Magnússon
Enn langt í Isak - „Hann er ekki kominn út á grasið“
Isak fótbrotnaði gegn Spurs.
Isak fótbrotnaði gegn Spurs.
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Alexander Isak fótbrotnaði í 2-1 sigri Liverpool á Tottenham rétt fyrir jól. Í leiknum skoraði Isak annað deildarmark sitt með Liverpool síðan hann kom frá Newcastle United fyrir metfé síðasta sumar.

Florian Wirtz lagði boltann inn á Isak sem setti boltann í netið, en hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven fór í harkalega tæklingu í Isak sem fótbrotnaði í kjölfarið og var skipt af velli.

Það var vitað að hann yrði frá í einhverja mánuði en Arne Slot var spurður út í bata hans á fréttamannafundi í morgun.

„Hann er ekki kominn út á grasið. Hann er nýbúinn að losna við hlífðarskóinn. Þetta mun taka sinn tima, eins og við vorum meðvitaðir um," segir Slot.

Liverpool er að búa sig undir að mæta fyrrum félagi Isak, Newcastle, en leikurinn fer fram annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner