Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   lau 31. janúar 2026 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter ætlar að kaupa liðsfélaga Mikaels
Luis Henrique til Bournemouth?
Mynd: EPA
Inter er í leit að nýjum vængbakverði fyrir seinni hluta tímabilsins þar sem Luis Henrique gæti verið á förum til Bournemouth.

Denzel Dumfries er þar að auki að glíma við meiðsli næstu vikurnar en Carlos Augusto og Federico Dimarco eru einnig í hópnum ásamt Matteo Darmian sem virðist þó vera algjörlega úr myndinni hjá Christian Chivu þjálfara.

Inter reyndi að fá Ivan Perisic úr röðum PSV Eindhoven en sú tilraun bar ekki árangur svo félagið hefur ákveðið að reyna við enskan vængbakvörð Genoa.

Brooke Norton-Cuffy er 22 ára hægri bakvörður sem var í lykilhlutverki upp yngri landslið Englands og vann EM bæði með U19 og U21 liðinu.

Hann á þrjú og hálft ár eftir af samningi við Genoa og er kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í 21 deildarleik hingað til á tímabilinu.

Fabrizio Romano segir að viðræður á milli Inter og Genoa séu komnar langt á veg.

Mikael Egill Ellertsson hefur verið mikið í byrjunarliðinu hjá Genoa að undanförnu en liðið er með 23 stig eftir 23 umferðir, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner